Happasæll KE 94

2660. Happasæll KE 94. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2006.

Happasæll KE 94 sést hér koma að landi í Keflavík á vetrarvertíðinni árið 2006.

Þegar Happasæll KE 94 var sjósettur í desembermánuði árið 2004 kom eftirfarandi frétt í Morgunblaðinu:

Stærsti plastbátur landsins var sjósettur frá Grandagarði um helgina, þegar Happasæll KE-94, var sjósettur. Hann er um 30 tonn og með tvær 600 hestafla aðalvélar.

Það er Seigla ehf. sem smíðar bátinn og er hann af gerðinni Seigur 1500. Hann verður gerður út á netaveiðar frá Keflavík, eins og eldri bátar með sama nafni.

Happasæll KE 94 var smíðaður fyrir Happa ehf. sem lengi hafðii gert út báta undir þessu nafni. Á undan þessum var það Happasæll sá sem smíðaður var í Kína og heitir í dag Hvanney SF 51.

Í desember 2008 kaupir Útgerð Arnars ehf. í Stykkishólmi Happasæl og í ársbyrjun 2009 fær hann nafnið Arnar SH 157. Það nafn hefur hann borið lengst af síðan en í byrjun þessa árs fékk hann nafnið Arnar II SH 757.

Byggt hefur verið yfir þilfar bátsins sem er í aflamarkskerfinu og gerður út á net.

2660. Happasæll KE 94. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2006.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s