
Austfirðingur SU 205 kom til Húsavíkur í kvöld en hann hefur stundað handfæraveiðar síðustu mánuðina.
Það er Gullrún ehf. á Breiðdalsvík sem gerir bátinn, sem hét upphaflega Dúddi Gísla GK 48, út.
Hann var smíðaður hjá Bátagerðinni Samtak í Hafnarfirði árið 2004 og er 14,9 BT að stærð.
Síðar hét báturinn, Ólafur HF 200, Pálína Ágústsdóttir GK 1 og GK 54. Því næst Arney BA 158 og loks Guðrún GK 47.
Núverandi nafn hefur hann borið frá því í vor er hann var keyptur til Breiðdalsvíkur sem er hans heimahöfn.


Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution