Við bryggju á Húsavík

Við bryggju á Húsavík. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Bryggjumynd frá því um miðjan níunda áratug síðustu aldar tekin á Húsavík. Sæborg ÞH 55 í forgrunni og Skálaberg ÞH 244 utan á henni.

Júlíus Havsteen ÞH 1 fyrir aftan bátana og í bakgrunni Kolbeinsey ÞH 10. Það sést í skutinn á æljóni EA 55 sem var í brúarskiptum á Húsavík þegar myndin var tekin.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Lokadagur vetrarvertíðar 11. maí

Sandgerði á vetravertíð árið 1988. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Í dag, 11. maí, er lokadagur vetrarvertíðar samkvæmt gömlu tímatali og af því tilefni birtist hér mynd af vertíðarbátum við bryggju í Sandgerði.

Þarna má þekkja Mumma GK 120, Unu í Garði GK 100, Freyju GK 364 og Sandgerðing GK 268 auk smærri báta.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Strandveiðibátur í Húsavíkurhöfn

Frá Húsavíkurhöfn 2. maí 2021. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Þessi mynd var tekin sl. sunnudag þegar strandveiðisjómenn voru að undirbúa sig fyrir fyrsta róður tímabilsins en hefja mátti veiðar 3. maí.

Þarna má sjá Jón Jak ÞH 8 fara frá bryggjunni eftir að hafa tekið ís en það er Guðmundur Annas Jónsson sem gerir hann út.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Við Húsavíkurhöfn að morgni skírdags

Við Húsavíkurhöfn að morgni skírdags. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Þessar myndir sem nú birtast voru teknar í morgun við Húsavíkurhöfn og eins og sjá má var veðurblíðan algjör.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Líf og fjör í Hafnarfjarðarhöfn

Ljósafell SU 70 og Cuxxhaven NC 100 við bryggju í Hafnarfirði. Ljósmynd Magnús Jónsson 2021.

Það var mikið um að vera í Hafnarfjarðarhöfn í gær em Magnús Jónsson tók meðfylgjandi myndir sem við látum bara tala sínu máli.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Bátar við bryggju í Sandgerði

Bátar við bryggju í Sandgerði. Ljósmynd Hörður Harðarson.

Þessa mynd tók Höddi vinur minn, þá skipverji á Arney KE 50, í Sandgerðishöfn um árið. Sýnir hún nokkra báta við bryggju og þar ber mest á Hafnarbergi RE 404.

Fyrir innan það eru Víðir II GK 275 og Mummi GK 120. Ofar við bryggjuna eru innst Sæmundur HF 85 ( Ber kannski nafnið Sæmundur Sigurðsson HF 85 þarna, Sveinn Guðmundsson GK 315, Ægir Jóhannsson ÞH 212 og Guðfinnur GK 19.

Plastarann þekki ég ekki.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Húsavíkurhöfn á Sjómannadaginn 1969

Bátar við bryggju á Húsavík á Sjómannadaginn árið 1969. Ljósmynd Sigurður Pétur Björnsson (Silli)

Þessa skemmtilegu mynd tók Silli á Sjómannadaginn árið 1969 og sýnir hún Húsavíkurbáta við bryggju.

Þarn a má m.a sjá Kristjón Jónsson SH 77 sem síðar fékk nafnið Kristbjörg ÞH 44 fremst við bryggjuna en báturinn var keyptur til Húsavíkur snemma þetta ár.

Af stærri bátunum má einni kenna, og þá byrjum við efst, Nausta ÞH 91, Grím ÞH25, Sæborgu ÞH 55, Glað ÞH 150, Svan ÞH 100, Hagbarð ÞH 81 og Sigurbjörgu ÞH 62.

Sunnan við bryggjuna liggja Fanney ÞH 130 og Freyja ÞH 125.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Húsavíkurhöfn vorið 1994

Húsavíkurhöfn vorið 1994. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Þessi mynd var að öllum líkindum tekin vorið 1994 og vil ég meina að það hafi verið um páska.

Eins og sjá má var annar bragur við höfnina þá en nú og margir að gera út báta, stóra sem smáa.

Ef við byrjum að nefna þa sem eru við Þvergarðinn þá eru það Kolbeinsey ÞH 10 og utan á henni Björg Jónsdóttir II ÞH 320. Fyrir framan Aldey ÞH 110.

Fremst við Suðurgarðinn, sem þá var bara kallaður bryggjan, eru Björg Jónsdóttir ÞH 321, utan á henni Aron ÞH 105, Guðrún Björg ÞH 60 og Kristey ÞH 25.

Því næst Júlíus Havsteen ÞH 1 og fyrir ofan hann Kristbjörg ÞH 44 og Geiri Péturs ÞH 344.

Við trébryggjuna eru Fram ÞH 62 sem er undir fremri kranannum og ofan við hann Sóley ÞH 349, Eyrún ÞH 268 og Gunni Mara ÞH 8, minnir mig. Fyrir framan Sóley er Árni ÞH 127.

Næst bryggjunni ofan við Árna er Bára ÞH 7 og utan á henni Alda ÞH 230 og Nafni ÞH 32.

Neðst í horninu glittir í Bjarka ÞH 271. Þá er eftir báturinn sem er út á höfninni og minnir mig að þetta sé Gissur ÞH 98.

Það er nú svo.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Við Húsavíkurhöfn

Við Húsavíkurhöfn síðdegis þann 8. desember 2020. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Það var kyrrt og fallegt veður við Húsavík núna síðdegis og því tilvalið að njóta þess og því ekki við myndatökur.

Hér birtist ein myndann en þarna má sjá hluta bátaflota Norðursiglingar auk þess sem línubáturinn Karólína ÞH 100 var að taka olíu við bryggjuendann.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Rækjuskip við bryggju á Húsavík

1462. Júlíus Javsteen ÞH 1 – 27. Árni á Bakka ÞH 380 ex Dreki HF 36. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Á þessari mynd Hreiðars Olgeirssonar gefur að líta tvö rækjuskip við bryggju á Húsavík.

Þetta eru Júlíus Havsteen ÞH 1 sem var í eigu Höfða hf. á Húsavík og Árni á Bakka ÞH 380 sem Sæblik hf. á Kópaskeri átti og gerði út.

Myndin var líklega tekin vorið 1987 og spurning hvort Árni á Bakka sé ekki nýkominn og verið að útbúa hann til veiða. Hann kom í fyrsta skipti til heimahafnar á Kópaskeri vorið 1987.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution