Siglufjörður í sumar

Siglufjörður 10. ágúst 2021. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Þessi mynd sem sýnir hluta Siglufjarðar var tekin 10. ágúst í sumar og það var ansi líflegt við höfnina þann dag. Sem og marga aðra daga sumarsins en á myndinni má sjá að löndun stendur m.a yfir úr Huldu GK 17 og Margréti GK 33.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Húsavíkurhöfn í dag

Bátar við bryggju á Húsavík í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér koma myndir sem teknar voru um miðjan dag í dag eftir að vind fór að lægja við Skjálfanda.

Það gekk á með úrhelli og hvassviðri í morgun, sjávarstaða var há og ölduhæð mikil.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þokuloft við ströndina

IMO 9160334. Vechtborg við Bökugarðinn á Húsavík. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Það var þoka á Skjálfandaflóa í morgun og teygði hún sig inn á Húsavíkina um tíma en henni létti þegar líða tók á daginn.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á milli kl. 10 og 11. Flutningaskip lá við Bökugarðinn og þegar dróananum var lyft nokkuð hátt mátti sjá Kinna- og Víknafjöllin ofar þokunni.

Hvalaskoðunarbáturinn Garðar hélt út á flóann með ferðamenn en Jökull ÞH 299 liggur við bryggju þessa dagana.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Húsavíkurhöfn

Við Húsavíkurhöfn 26. júní 2021. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér birtast myndir sem teknar voru við Húsavíkurhöfn sl. laugardag en það var aldeilis blíðan þá.

Svo sem ekkert meira að segja um það og látum myndirnar tala sínu máli.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Við bryggju á Húsavík

Við bryggju á Húsavík. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Bryggjumynd frá því um miðjan níunda áratug síðustu aldar tekin á Húsavík. Sæborg ÞH 55 í forgrunni og Skálaberg ÞH 244 utan á henni.

Júlíus Havsteen ÞH 1 fyrir aftan bátana og í bakgrunni Kolbeinsey ÞH 10. Það sést í skutinn á æljóni EA 55 sem var í brúarskiptum á Húsavík þegar myndin var tekin.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Lokadagur vetrarvertíðar 11. maí

Sandgerði á vetravertíð árið 1988. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Í dag, 11. maí, er lokadagur vetrarvertíðar samkvæmt gömlu tímatali og af því tilefni birtist hér mynd af vertíðarbátum við bryggju í Sandgerði.

Þarna má þekkja Mumma GK 120, Unu í Garði GK 100, Freyju GK 364 og Sandgerðing GK 268 auk smærri báta.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Strandveiðibátur í Húsavíkurhöfn

Frá Húsavíkurhöfn 2. maí 2021. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Þessi mynd var tekin sl. sunnudag þegar strandveiðisjómenn voru að undirbúa sig fyrir fyrsta róður tímabilsins en hefja mátti veiðar 3. maí.

Þarna má sjá Jón Jak ÞH 8 fara frá bryggjunni eftir að hafa tekið ís en það er Guðmundur Annas Jónsson sem gerir hann út.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Við Húsavíkurhöfn að morgni skírdags

Við Húsavíkurhöfn að morgni skírdags. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Þessar myndir sem nú birtast voru teknar í morgun við Húsavíkurhöfn og eins og sjá má var veðurblíðan algjör.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Líf og fjör í Hafnarfjarðarhöfn

Ljósafell SU 70 og Cuxxhaven NC 100 við bryggju í Hafnarfirði. Ljósmynd Magnús Jónsson 2021.

Það var mikið um að vera í Hafnarfjarðarhöfn í gær em Magnús Jónsson tók meðfylgjandi myndir sem við látum bara tala sínu máli.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution