
Rækjutogarinn Vestri BA 63 frá Patreksfirði kom til hafnar á Húsavík í morgun og hafði hér stutta viðdvöl.
Útgerðarfyrirtækið Vestri ehf. á Patreksfirði keypti skipið frá Noregi í vetur. Í Noregi hét það Tobis en fékk nafnið Vestri BA 63 og kom í stað eldri og minni báts með sama nafni.
Vestri var smíðaður í Danmörku árið 2009 og er 40 metra langur og 580 tonn að stærð.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution