Laxá í heimahöfn á Húsavík

Flutningaskipið Laxá í heimahöfn á Húsavík vorið 1975.

Á þessari mynd má sjá flutningaskipið Laxá í fyrsta skipti í heimahöfn á Húsavík vorið 1975.

Ekki er nafn ljósmyndara kunnungt en myndin kom úr safni Péturs Jónassonar ljósmyndara á Húsavík.

Sigurður Pétur Björnsson fréttaritari Morgunblaðsins reit eftirfaranadi frétt sem birtist í blaðinu þann 20 maí 1975:

Húsavík 20. maí.

LAXÁ, nýtt flutningaskip í eigu Hafskips hf., kom til heimahafnar, Húsavlkur, í fyrradag. Skipið er byggt 1967 í Þýzkalandi, er um 1000 tonn að stærð, 80 metra langt og 13 metra breitt og rúmar um 115 þúsund kúbikfet. Áhöfnin er 12 menn, skipstjóri Steinarr Kristjánsson, 1. vélstjóri Jón Sveinsson.

Áður var skipið i siglingum milli Þýzkalands og Miðjarðarhafslandanna og virðist vel með farið eftir útliti að dæma. Þetta er fimmta skipið sem nú er í eigu Hafskips en skip félagsins hafa undanfarin ár flutt út allan kísilgúrinn frá Húsavík en þetta skip er mjög hentugt til þeirra flutninga.

Með tilkomu kísilgúrútflutningsins eru mjög greiðar samgöngur milli Húsavikur og meginlandsins og skip á 10 daga fresti milli Húsavíkur og Hamborgar. Laxá er með til Húsavíkur um 400 tonn af járni í Kröfluvirkjun.

— fréttaritari.

Hér má lesa skemmtilega frásögn Konráðs Friðfinssonar af veru hans á skipinu.

Til gamans má geta þess að það sést í tvo Bátalónsbáta við garðinn og hygg ég að þar séu Eiríkur ÞH 303 og Aron ÞH 105.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s