
Hér koma myndir af Björgu Jónsdóttur ÞH 321, þeirri fyrstu af sjö sem Langanes gerði út á sínum tíma.
Björg Jónsdóttir ÞH 321, sem var 76 brl. að stærð, hét uppgaflega Guðbjörg ÍS 14 og var smíðuð í V-Þýskalandi árið 1959 fyrir Hrönn h/f á Ísafirði.
Báturinn bar síðan nöfnin Hrönn ÍS 46, Sæbjörg SH 23, Farsæll SH 30, Langanes ÞH 321 áður en hann fékk það nafn sem hann ber á myndinni. En það var haustið 1979.
Í janúar 1985 fékk báturinn nafnið Fargarnes ÞH 123 og síðar Aron ÞH 105, Reistarnúpur ÞH 273 og loks Stormur SH 333.


Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution