
Jón Steinar myndaði netabátinn Erling KE 140 á landleið til Grindavíkur í gær en hann hefur verið að ufsaveiðum upp á síðkastið.
Og fiskað vel segir ljósmyndarinn en Erling var með 24 tonn eftir daginn í gær og 31 tonn í fyrradag.
Báturinn hét upphaflega Þorlákur ÁR 5 og var smíðaður hjá Stálvík í Garðabæ fyrir Meitilinn h/f í Þorlákshöfn. Smíðanúmer 18 frá Stálvík og afhentur í upphafi árs 1972.





Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution