Hrafn kom að landi í dag

1401. Hrafn GK 111 ex Ágúst GK 95. Ljósmynd Jón Steinar 2021.

Línuskipið Hrafn GK 111 kom inn til löndunar í Grindavík um miðjan dag í dag en hann er gerður út af Þorbirninum.

Við látum þessar myndir Jóns Steinars frá því í dag duga að þessu sinni en hér má lesa nánar um skipið sem upphaflega hét Gullberg VE 292.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Haftindur í slipp

993. Haftindur HF 123 ex Halldóra HF 61. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér er Haftindur HF 123 í slipp á Akureyri um árið en eins og einhverjir kannski sjá og eða vita er þetta hvalaskoðunarbáturinn Náttfari í dag.

Upphaflega hét báturinn, sem er 60 brl. að stærð, Þróttur SH 4 og smíðaður fyrir Hólma h/f í Stykkishólmi árið 1965. Hann hefur einnig borið nöfnin Morgunstjarnan, Páll Rósinkransson, Björn í Vík, og Ása.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Haukafell SF 111

108. Haukafell SF 111 ex Húni II HU 2. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Haukafell SF 111 kemur hér að bryggju á Neskaupsstað, sennilega haustið 1986, en þarna var báturinn á síldveiðum með nót.

Upphaflega hét báturinn Húni II HU 2 með heimahöfn í Höfðakaupsstað sem nú heitir Skagaströnd.

Báturinn var smíðaður 1963 eftir teikningu Tryggva Gunnarssonar skipasmíðameistara í skipasmíðastöð KEA á Akureyri.

Árið 1972 var báturinn seldur Eini h/f á Hornafirði og fékk nafnið Haukafell SF 111 og var gerður út undir því nafni til ársins 1990. Hann hét síðan Gauti HU, Sigurður Lárusson SF og að lokum aftur Húni II sem hann ber í dag.

Báturinn er 27,48 metrar að lengd, 6,36 metra breiður og mælist 103 brl. að að stærð.

 Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution