Hekla

IMO 7383114. Hekla ex Vela. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Flutningaskipið Hekla kemur hér til Húsavíkur um árið en Ríkisskip gerðir það út til strandflutninga við Ísland.

Skipið var í eigu Ríkissjóðs Íslands og keypt hingað til lands árið 1984, þá tíu ára gamalt. Skipið hafði þá verið hér í leigu frá árinu 1981 og siglt á ströndina undir nafninu Vela.

Það var smíðað í Noregi, 1,926 GT að stærð og hét upphaflega Polstraum.

Hekla fékk síðar nafnið Búrfell en um það má lesa hér.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sigurgeir Sigurðsson RE 80

1228. Sigurgeir Sigurðsson RE 80 ex Sigurgeir Sigurðsson ÍS 533. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Sigurgeir Sigurðsson RE 80 hét upphaflega Kolbeinn í Dal ÍS 82 og var smíðaður 1972 hjá Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar á Skagaströnd. Heimahöfnin Súðavík.

Báturinn, sem var 22 brl. að stærð, var seldur til Vestmannaeyja árið 1975 þar sem hann fékk nafnið Brynjar VE 321. Til Kópaskers var hann seldur árið 1976 og gerður út þaðan til ársins 1981, nafnið var Kópur ÞH 187.

Frá Kópaskeri fór hann aftur til Vestmannaeyja og nú fékk hann nafnið Stígandi VE 77. Árið 1984 fékk hann nafnið Siggi Gamli BA 214 og heimahöfn Tálknafjörður.

Það var svo árið 1986 sem hann fékk nafnið Sigurgeir Sigurðsson ÍS 533 með heimahöfn í Bolungarvík. Hann varð RE 80 árið 1998 sem hann bar í tvö ár en þá fékk hann sitt síðasta nafn. Það var Dögg ÍS 54 og heimahöfnin sú sama og í upphafi, Súðavík.

Dögg ÍS 54 sökk að kveldi 14. maí 2002 eftir að leki kom að bátnum um tvær sjómílur norð- austur af Arnarnesi við Ísafjarðardjúp. Tveggja manna áhöfn bátsins komst um borð í gúmíbjörgunarbát þaðan sem björgunarskipið Gunnar Friðriksson bjargaði þeim.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Litlanes ÞH 3

2771. Litlanes ÞH 3 ex Muggur HU 57. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Hér birtast myndir af Litlanesinu frá Þórshöfn en báturinn er gerður út á línu.

Litlanes var smíðað árið 2000 Sólplasti í Sandgerði og hét í upphafi Muggur KE 57 . Síðar HU 57. 

Fagranes útgerð ehf. á Þórshöfn, sem er í eigu Ísfélags Vestmannaeyja hf., keypti bátinn 2015.

Árið 2016 fór hann í miklar breytinga hjá Siglufjarðar Seig sem fólust m.a í lengingu og yfirbyggingu ásamt því að sett var á það perustefni.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sigurður VE 15

183. Sigurður VE 15 ex Sigurður RE 4. Ljósmynd Sigmar Ingi Ingólfsson

Nú þegar loðnuveiðar mega hefjast að nýju er ekki úr vegi að birta myndir af einu fallegasta loðnuskipi sem Íslendingar hafa átt.

Sigurður VE 15, upphaflega síðutogarinn Sigurður ÍS 33 og síðar RE 4, smíðaður í Þýskalandi árið 1960 fyrir Ísfell h/f á Flateyri. Síðar breytt í nótaskip.

Sigurður VE 15 fór í niðurrif til Danmerkur árið 2013.

Myndirnar tók Sigmar Ingi Ingólfsson þá skipverji á Erninum KE 13.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution