Óli á Stað

2842. Óli á Stað GK 99. Ljósmynd Jón Steinar 2021.

Jón Steinar tók þessar myndir í dag þegar línubáturinn Óli á Stað GK 99 nálgaðist heimahöfn í Grindavík.

Afli dagsins var hálft fjórða tonn en aðeins helmingur línunnar lagður.

Jón Steinar hefur það eftir strákunum að það sé komin „loðnulykt“ á svæðið og þá er ekki mikil fiskivon á línuna á meðan loðnan fer um.

Óli á Stað GK 99 var smíðaður fyrir Stakkavík í Seiglu á Akureyri og afhentur vorið 2017. Hann er 14,8 metra langur og mælist 29.95 BT að stærð.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Víkingur á toginu

220. Víkingur AK 100. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Víkingur AK 100 frá Akranesi er hér á toginu á rækjumiðunum úti fyrir Norðurlandi, sennilega sumarið 1988.

Um Víking er litlu við að bæta enda hefur hann áður borið fyrir augu þeirra sem sækja síðuna heim.

Sögu Víkings AK 100 má lesa í greina Haraldar Bjarnasonar í Skessuhorni

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution