Auður Vésteins á útleið

2888. Auður Vésteins SU 88. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2021. Jón Steinar tók þessar myndir nú undir kvöld af Auði Vésteins SU 88 leggja upp í róður frá Grindavík. Báturinn sem er gerður út af Einhamri Seafood er af gerðinni Cleopatra 50 og var smíðaður árið 2014. Hann er með heimahöfn á Stöðvarfirði. 2888. Auður … Halda áfram að lesa Auður Vésteins á útleið

Vinnslustöðin hf. kaupir útgerðarfyrirtækið Hugin í Vestmannaeyjum

2411. Huginn VE 55. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019. Vinnslustöðin hf. hefur keypt Huginn ehf., útgerðarfélag í Vestmannaeyjum sem gerir út fjölveiðiskipið Hugin VE-55, ásamt aflaheimildum í síld, loðnu, kolmunna og makríl. Kaupsamningur var undirritaður í Eyjum á föstudaginn var, 29. janúar. Kaupverðið er trúnaðarmál kaupenda og seljenda. Vinnslustöðin átti fyrir 48% hlut í Hugin en … Halda áfram að lesa Vinnslustöðin hf. kaupir útgerðarfyrirtækið Hugin í Vestmannaeyjum