Gísli Súrsson GK 8

2878. Gísli Súrsson GK 8. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2021.

Gísli Súrsson GK 8 fór í róður rétt fyrir ljósaskiptin og rétt á undan Auði Vésteins SU 88 en bátarnir eru báðir gerðir út af Einhamri Seafood í Grindavík.

Gísli Súrsson er af gerðinni Cleopatra 50 frá Trefjum líkt og áðurnefnd Auðu og þá er þriðji Einhamarsbáturinn, Vésteinn GK 88, sömu gerðar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Auður Vésteins á útleið

2888. Auður Vésteins SU 88. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2021.

Jón Steinar tók þessar myndir nú undir kvöld af Auði Vésteins SU 88 leggja upp í róður frá Grindavík.

Báturinn sem er gerður út af Einhamri Seafood er af gerðinni Cleopatra 50 og var smíðaður árið 2014. Hann er með heimahöfn á Stöðvarfirði.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Númi HF 62

1487. Númi HF 62 ex Númi KÓ 24. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2010.

Hvalaskoðunarbáturinn Númi HF 62 kemur hér til hafnar í Reykjavík sumarið 2010 en eins og glöggir síðulesarar sjá er hér um Stykkilshólmssmíði að ræða.

Upphaflega hét báturinn Ásbjörg ST 7 frá Hólmavík en hún var síðust í röð 50 brl. bátana sem Skipavík í Stykkilshólmi smíðaði. Hún var afhent árið 1977.

Saga bátsins mun koma fram hér síðar en í dag heitir báturinn Máni og er gerður út til hvalaskoðunar frá Dalvík.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Vinnslustöðin hf. kaupir útgerðarfyrirtækið Hugin í Vestmannaeyjum

2411. Huginn VE 55. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Vinnslustöðin hf. hefur keypt Huginn ehf., útgerðarfélag í Vestmannaeyjum sem gerir út fjölveiðiskipið Hugin VE-55, ásamt aflaheimildum í síld, loðnu, kolmunna og makríl.

Kaupsamningur var undirritaður í Eyjum á föstudaginn var, 29. janúar. Kaupverðið er trúnaðarmál kaupenda og seljenda.

Vinnslustöðin átti fyrir 48% hlut í Hugin en á nú félagið allt og hyggst starfrækja það áfram í óbreyttri mynd.

Seljendur Hugins ehf. eru þrír synir og dóttir hjónanna Guðmundar Inga Guðmundssonar og Kristínar Pálsdóttur. Fjölskyldan eignaðist allt félagið árið 1968 og var meirihlutaeigandi þess þar til nú. Bræðurnir eru skipstjórnarmenntaðir, tveir þeirra skipstjórar á Hugin VE en sá þriðji framkvæmdastjóri félagsins, Páll Þór Guðmundsson.

Samhliða kaupunum hefur verið ákveðið að Guðmundur Ingi Guðmundsson verði skipstjóri á Hugin á móti föður sínum, Guðmundi Hugin Guðmundssyni og föðurbróður, Gylfa Viðari Guðmundssyni. Guðmundur Ingi verður þar með þriðji ættliður skipstjórnarmanna á Hugin VE-55.

Huginn VE-55 var smíðaður árið 2001, öflugt vinnsluskip og fjölveiðiskip og veiðir uppsjávarfisk í nót eða flottroll.

Útgerðarfélagið Huginn var frumkvöðull að makrílveiðum við Ísland og fór að þreifa fyrir sér í þeim efnum á árunum 2002 til 2006 en með misjöfnum árangri. Það var svo sumarið 2007 að áhöfn Hugins VE náði alls um 3.000 tonnum, þar af um 2.500 tonnum í íslenskri lögsögu og 500 tonnum í þeirri færeysku. Þar með hófust beinar makrílveiðar í lögsögu Íslands.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir að kaupin á Hugin séu gleðiefni fyrir Vinnslustöðina en ekki síður góðar fréttir fyrir Vestmannaeyjar:

„Það var ekki sjálfgefið að kaupandi meirihluta Hugins væri félag í Eyjum en systkinin eru trú og trygg byggðarlaginu sínu og lögðu áherslu á að félagið, skipið og aflaheimildirnar yrðu hér áfram. Við erum afar ánægð með þá afstöðu þeirra.

Vinnslustöðin hefur byggt upp uppsjávarhluta starfsemi sinnar á undanförnum árum. Samrekstur félaganna mun skila aukinni hagræðingu og leiða til betri nýtingar skipa og verksmiðja samstæðunnar.

Undanfarin ár hefur Huginn ehf. verið í samstarfi við Eskju um vinnslu á makríl. Stjórnendur Vinnslustöðvarinnar sjá áhugaverða kosti í því samstarfi og vonast til að þróa það áfram.“ Segir Sigurgeir Brynjar í tilkynningu frá VSV.

Komið að landi

2760. Karólína ÞH 100. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Hér sést línubáturinn Karólína ÞH 100 koma að landi á Húsavík fyrir helgina og Halldór NS 302 lagstur að flotbryggju eftir löndun.

Karólína ÞH 100 er í eigu Doddu ehf. á Húsavík og var smíðuð hjá Samtak í Hafnarfirði árið 2007.

Báturinn er 11,94 metrar að lengd, 4,18 metrar á breidd og mælist 14,92 BT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution