Kristín HU 219

7526. Kristín HU 219 ex Beggi á Varmalæk HU 219. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Í gær kom að landi á Húsavík handfærabáturinn Kristín HU 219 sem reyndar hefur fengið skráninguna ÞH 55 og heimahöfn á Raufarhöfn.

Það eru Möðruvellir ehf. sem nýverið keypti bátinn frá Blönduósi en áður var hann gerður út undir nafninu Beggi á Varmalæk HU 219 frá Skagaströnd.

Kallarnir voru að prófa bát og útbúnað og lönduðu tæpum 700 kg.

Upphaflega hét báturinn, sem var smíðaður hjá Bátasmiðju Guðgeirs ehf. á Akranesi árið 2003, Palli Tomm EA 70. Báturinn er af gerðinni Perla 790 og er tæplega 6 brl. að stærð.

Árið 2005 fékk hann nafnið Guðmundur Helgi ÍS 66 með heimahöfn á Flateyri. 2006 hét hann Sportacus KE 66 með heimahöfn í Keflavík. Árið 2009 fékk hann nafnið Halla Sæm SF 23 með heimahöfn á Hornafirði.

Það nafn bar hann til ársins 2017 að hann fékk nafnið Beggi á Varmalæk HU 291 sem hann bar til ársins 2020 að hann fékk Kristínarnafnið.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s