Anna HF 39

284. Anna HF 39 ex Anna ÓF 7. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Anna HF 39 kemur hér til hafnar í Reykjavík um miðbik níunda áratugar síðustu aldar en báturinn var með heimahöfn í Hafnarfirði árin 1984-1993.

Upphaflega Anna ÓF 7, smíðuð fyrir Ólafsfirðinga í Slippstöðinni á Akureyri árið 1961. Báturinn, sem var 20 brl. að stærð, var seldur til Hafnarfjarðar árið 1984 og varð þá HF 39.

Árið 1993 var Anna seld til Siglufjarðar þar sem hún fékk nafnið Dröfn SI 67.

Meira um bátinn síðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sævík kom að landi í dag

2714. Sævík GK 757 ex Óli Gísla. GK 112. Ljósmynd Jón Steinar 2021.

Jón Steinar sendi drónann til móts við Sævíkina í dag þar sem hún nálgaðist sína heimahöfn í Grindavík.

Aflinn hjá henni þennan daginn var 7,5 tonn en það er Vísir hf. í Grindavík sem á og gerir Sævík út.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution