Lýtingur NS 250

1143. Lýtingur NS 250 ex Gissur ÁR 6. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1986.

Lýtingur NS 250 liggur hér við bryggju á Vopnafirði haustið 1986 en þangað keypti Tangi hf. hann ári fyrr. Hann var keyptur frá Þorlákshöfn þar sem hann hét Gissur ÁR 6.

Báturinn var smíðaður árið 1966 í Noregi en Baldur Karlsson í Þorlákshöfn keypti hann til landsins árið 1971. Gissur var upphaflega 115 brl. að stærð og búinn 450 hestafla Wichmann aðalvél.

Ljósavík hf. í Þorlákshöfn eignaðist bátinn árið 1978 og 1982 var hann lengdur, mældist eftir það 138 brl. að stærð.

Eins og áður segir keypti Tangi hf. Gissur árið 1985 og gaf honum nafnið Lýtingur NS 250. Í ársbyrjun 1988 keypti Tangi hf. Stjörnutind SU 159 og gekk Lýtingur upp í kaupin. Hann fékk þá nafnið Stjörnutindur SU 159 sem hann bar til ársins 1993 er hann fékk nafnið Gestur SU 160.

Árið 1997 fékk hann nafnið Sæberg ÁR 20 og það nafn bar hann til loka en varð BA 24, BA 55,BA 224, SH 424 og HF 224. Bátuirnn var rifinn í Njarðvíkurslipp vorið 2012.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11

1031. Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11 ex Magnús NK 72. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11 hét upphaflega Magnús NK 72 og var smíðaður fyrir Ölver hf. á Neskaupsstað.

Smíðin fór fram árið 1967 í Lindstöl Skips & Baatbyggeri A/S í Risör í Noregi og var með smíðanúmer 263. Magnús, sem var 274 brl. að stærð, kom í fyrsta skipti til heimahafnar í marsmánuði 1967.

Um Magnús NK 72 má lesa hér en hann var seldur til Grindavíkur í febrúarmánuði 1988. Þá fékk hann nafnið Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11. Í september sama ár fékk báturinn nafnið Valaberg GK 399, eigandi Sigluberg hf. í Grindavík.

Meira um bátinn síðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution