Valdimar á leið í róður

2354. Valdimar GK 195 ex Vesturborg GK 195. Ljósmynd Jón Steinar 2021.

Valdimar GK 195, línuskip Þorbjarnar hf. í Grindavík, er hér að leggja uppí veiðiferð í gær en Jón Steinar tók myndirnar.

Smíðaður í Noregi 1982 og lengdur 1987. Keyptur til landsins 1999 og hét þá Vesturborg GK til að byrja með en fékk síðan Valdimarsnafnið. Hann er 569 BT að stærð.

Hét áður Vestborg, Aarsheim Senior og Bömmelgutt í Noregi.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Magnús NK 72

1031. Magnús NK 72. Ljósmynd Guðmundur Sveinsson Neskaupstað.

Guðmundur Sveinsson á Neskaupstað sendi þessa mynd sem sýnir Magnús NK 72 eins og hann leit upphaflega út.

Magnús var smíðaður árið 1967 í Lindstöl Skips & Baatbyggeri A/S í Risör í Noregi og var með smíðanúmer 263. 

Eigandi var Ölver h/f í Neskaupstað og kom skipið, sem var 274 brl. að stærð og búinn 775 hestafla Rustonaðalvél, í fyrsta skipti til heimahafnar í marsmánuði 1967.

Báturinn var endurmældur árið 1970 og mældist þá 222 brl. að stærð. Hann var lengdur og yfirbyggður árið 1977 og mældist þá 252 brl. að stærð. Árið 1981 var sett í bátinn 1065 hestafla Bergen Dieselaðalvél. Ný brú var sett á Magnús árið 1984 og aann var skutlengdur og sett á hann perustefni árið 1987.

Magnús NK 72 var í eigu Ölvers h.f. í Neskaupstað þangað til í febrúar 1988 en þá var hann seldur til Þorbjarnar hf. í Grindavík. Þar fékk hann nafnið Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution