Magnús NK 72

1031. Magnús NK 72. Ljósmynd Guðmundur Sveinsson Neskaupstað.

Guðmundur Sveinsson á Neskaupstað sendi þessa mynd sem sýnir Magnús NK 72 eins og hann leit upphaflega út.

Magnús var smíðaður árið 1967 í Lindstöl Skips & Baatbyggeri A/S í Risör í Noregi og var með smíðanúmer 263. 

Eigandi var Ölver h/f í Neskaupstað og kom skipið, sem var 274 brl. að stærð og búinn 775 hestafla Rustonaðalvél, í fyrsta skipti til heimahafnar í marsmánuði 1967.

Báturinn var endurmældur árið 1970 og mældist þá 222 brl. að stærð. Hann var lengdur og yfirbyggður árið 1977 og mældist þá 252 brl. að stærð. Árið 1981 var sett í bátinn 1065 hestafla Bergen Dieselaðalvél. Ný brú var sett á Magnús árið 1984 og aann var skutlengdur og sett á hann perustefni árið 1987.

Magnús NK 72 var í eigu Ölvers h.f. í Neskaupstað þangað til í febrúar 1988 en þá var hann seldur til Þorbjarnar hf. í Grindavík. Þar fékk hann nafnið Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s