
Börkur NK 122 kom hér inn á Skjálfandaflóa í morgun á leið sinni á loðnumiðin. Sennilega að kanna hvort eitthvað sé að finna hér.
Börkur NK 122 hét áður Malene S frá Noregi og var keyptur hingað til lands af Síldarvinnslunni hf. í febrúar árið 2014.
Börkur var smíðaður í Tyrklandi árið 2012 en hann er 3588 BT að stærð, 80,30 metrar að lengd og 17 m á breidd.
Nýr Börkur NK 122 mun leysa þennan af hólmi en hann er í smíðum hjá Karstensens Skibsværft í Skagen í Danmörku.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution