Norðurljósaslippur

Sæborg og Náttfari í Húsavíkurslipp. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Þessa mynd tók ég á Húsavík í kvöld og sýnir hún hvalaskoðunarbátana Sæborgu og Náttfara í slippnum en þar hafa þeir staðið upp á síðkastið.

Lítið annað um hana að segja.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Matthildur

241. Matthildur SH 67 ex Guðbjörg ÍS 14. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Netabáturinn Matthildur SH 67 kemur hér til hafnar í Ólafsvík á vetrarvertíðinni 1986 að ég tel.

Matthildur SH 67 hét upphaflega Guðbjörg ÍS 14 og var smíðuð fyrir Hrönn h/f á Ísafirði. Smíðin fór fram í Djupvik í Svíþjóð og kom báturinn til heimahafnar á aðfaranótt aðfangadags jóla árið 1963.

Matthildur SH 67, sem var 104 brl. að stærð, fékk nafnið Hrönn SH 21 snemma á tíunda áratugnum. Árið 1995 er hún orðin Hrönn BA 99 en 1998 varð hún Hrönn ÍS 74. Árið 2011 var henni fargað eftir að hafa legið lengi í höfn á Ísafirði.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution