Fróði RE 44

509. Fróði RE 44 ex Gylfi EA 628. Ljósmynd Guðmundur Sveinsson.

Jæja þá er spurning hvort einhver kannast við bátinn sem Guðmundur Sveinsson á Neskaupstað myndaði um árið í Reykjavík.

Svarið er komið en upphaflega hét þessi bátur Gylfi EA 628, smíðaður á Akureyri 1939, fyrir Valtý Þorsteinsson í Rauðuvík við Eyjafjörð.

Gylfa átti Valtýr til ársins 1965 er báturinn var seldur Guðmundi Jónssyni í Reykjavík. Hann nefndi bátinn, sem var 35 brl. að stærð, Fróða RE 44 og átti til ársins 1972.

Þá lá leið bátsins aftur norður í Eyjafjörð þegar Svavar og Guðlaugur Gunnþórssynir keyptu hann til Grenivíkur og nefndu Eyfirðing ÞH 39.

Í lok árs 1974 var Eyfirðingur seldur Sigurjóni Jónssyni á Seltjarnarnesi og fékk báturinn aftur nafnið Fróði, nú RE 111.

En það stóð ekki lengi því vorið 1975 var báturinn seldur til Grindavíkur þar sem hann fékk nafnið Sigurþór GK 43. Eigandi Steinþór Þorleifsson.

Upphaflega var í bátnum 100 hestafla Alpha dieselvél en tvívegis var skipt um vél. Árið 1944 var sett í hann 240 hestafla GM. 1975 kom svo 250 hestafla vél sömu gerðar í stað hennar.

Sigurþór GK 43 var talinn ónýtur og tekinn af skipaskrá haustið 1983.

Uppl. Íslensk skip.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s