Pétur Sigurðsson RE 331

708. Pétur Sigurðsson RE 331. Ljósmynd Kristján Helgason.

Á þessari mynd Kristjáns Helgasonar má sjá Pétur Sigurðsson RE 331 sem var smíðaður í Landssmiðjunni í Reyjavík árið 1956. Hann var smíðaður fyrir Sigurð Pétursson í Djúpuvík á Ströndum.

Báturinn, sem var 35 brl. að stærð búinn 240 hestafla GM vél, var seldur í desember 1957 Höfðakletti h/f á Höfðakaupstað og fékk nafnið Skallarif HU 15. Árið 1960 kaupir Þórður Jóhannesson í Keflavík bátinn og nefnir Ólaf KE 49. 

Sumarið 1973 kaupir Soffanías Cesilsson í Grundarfirði Ólaf og nefnir Gust SH 24. Sama ár var sett í bátinn 350 hestafla Caterpillarvél. Haustið 1975 kaupir fyrrnefndur Þórður bátinn aftur til Keflavíkur og fær hann sitt fyrra nafn, Ólafur KE 49. 

Sumarið 1983 kaupir Soffanías bátinn aftur og nú í félagi við Valdimar Elíasson og Rúnar Magnússon. Báturinn fær aftur nafnið Gustur og nú SH 143. Vorið 1984 kaupir Gísli Guðmundsson í Reykjavík bátinn og gefur honum það nafn sem hann ber á myndinni, Jóhanna Magnúsdóttir RE 70. Heimild. Íslensk skip.

Jökull hf. á Raufarhöfn keypti Jóhönnu Magnúsdóttur RE 70 árið 1989 og gerði m.a út til innfjarðarrækjuveiða á Öxarfirði í nokkur ár. Báturinn var tekinn af skipaskrá í desember 1992 og hét þá Öxarnúpur ÞH 166.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Björn Kristjónsson SH 164

7716. Björn Kristjónsson SH 164. Ljósmynd Vigfús Markússon.

Björn Kristjónsson SH 164 var smíðaður fyrir Jóhann Steinsson í Ólafsvík hjá Bátasmiðjunni Bláfelli árið 2012.

Báturinn, sem er 6,15 brl. að stærð og búinn 275 hestafla Cumminsvél, er með heimahöfn í Ólafsvík.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution