
Dragnótabáturinn Ásdís ÍS 2 er gerð út af Mýrarholti ehf. á Bolungarvík sem keypti bátinn árið 2017 og kom hann í stað minni báts með sama nafni.
Upphaflega og lengst af hefur báturinn heitið Örn KE 14 en hann var smíðaður árið 1999 í Póllandi fyrir Sólbakka ehf. í Keflavík.
Síðustu árin var hann GK 114 með heimahöfn í Sandgerði. Stakkavík í Grindavík keypti bátinn haustið 2016 og seldi hann síðan Mýrarholti ehf. nokkrum mánuðum síðar.
Ásdís ÍS 2 er 159 BT að stærð, lengd hennar er 21,95 metrar og hún er 8 metra breið. Upphaflega var í henni Cummins aðalvél, 608 hestöfl að stærð.
Í vetur var skipt um aðalvél og sett í hana ný vél sömu gerðar.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution