
Á þessari mynd sést Örn KE 14 koma að landi í Keflavík eftir dragnótaróður í Bugtina.
Örn KE 14 Örn var nýsmíði nr. B22 frá Crist skipasmíðastöðinni í Gdansk, Póllandi. Báturinn er 159 brúttótonn að stœrð, 8 metra breiður og um 22 metrar að lengd.
Örn var smíðaður fyrir Sólbakka ehf. sem gerði bátinn út til ársins 2016. Þá keypti Stakkavík í Grindavík bátinn, sem hafði verið GK 114 um skeið. Snemma árs 2017 var hann seldur vestur á firði og fékk nafnið Ásdís ÍS 2.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.