
Útgerðarfélagið Norðureyri ehf. á Suðureyri fékk í síðustu viku afhentan nýjan yfirbyggðan Cleopatra 50 beitningavélarbát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.
Íslandssaga ehf. tekur við afla bátsins og er einn eigandi Norðureyrar. Framkvæmdastjóri Íslandsögu ehf. er Óðinn Gestsson.
Báturinn heitir Einar Guðnason ÍS 303 og er 15 metrar á lengd og mælist 30brúttótonn. Hann leysir af hólmi eldri bát útgerðarinnar sem strandaði við Gölt síðla árs 2019.
Skipstjórar á bátnum eru Bjarni Bjarnason og Friðrik Ólafsson.
Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan V158 480kW (15L) tengd frístandandi ZF 360 V-gír.
Rafstöð og glussarafall er af gerðinni Scam frá Ásafli ehf.
Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC og Raymarine frá Sónar ehf.
Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.
Báturinn er útbúinn til línuveiða. Beitningavél, rekkakerfi og línuspil er frá Mustad í Noregi.
Búnaður á dekki er frá Stálorku.
Ísvél og forkælir er frá Kælingu ehf.
Í bátnum er ARG250 stöðugleikabúnaður frá Ásafli ehf.
Lífbátar og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.
Rými er fyrir allt að 43 stk. 460 lítra kör í lest. Millidekk er lokað með aðgreindu dráttarrými. Í bátnum er upphituð stakkageymsla. Stór borðsalur er í brúnni. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk fullkominnar eldunaraðstöðu með eldavél, bakarofni, örbylgjuofn og ísskáp.
Báturinn er útbúinn til lengri útiveru ef þarf og aðbúnaður um borð fyrir áhöfn í takt við það.
Báturinn hefur þegar hafið veiðar og gengið vel.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution