
Grímsnes GK 555 lá fyrir linsunni hjá Jóni Steinari í gær þegar báturinn kom til hafnar í Grindavík.
Grímsnes GK 55 er gert út af Hólmgrími Sigvaldasyni.
Upphaflega Heimir SU 100 frá Stöðvarfirði, smíðaður í Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk As í Noregi 1963 fyrir Varðarútgerðina hf á Stöðvarfirði.
Hefur heitið eftirfarandi nöfnum í gegnum tíðina:
Heimir SU 100, Mímir ÍS, Hafaldan SU, Ásgeir Magnússon GK, Árni Geir KE, Happasæll KE, Sædís HF, Mímir ÍS, Sædís ÍS, Grímsnes GK, Grímsnes HU, Grímsnes GK Grímnes BA og Grímsnes GK.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Sæll Hafþór.Var ekki fyrsta nafnið Heimir SU-100.þarna um borð byrjaði Magnús Þorvaldsson sinn skipstjòraferil sem varð langur og happasæll.
Líkar viðLíkar við