Knarrarnes KE 399

1251. Knarrarnes KE 399 ex Knarrarnes EA 399. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Knarrarnes KE 399 sem hér sést koma að landi í Sandgerði var smíðað í Bátalóni í Hafnarfirði árið 1972.

Báturinn, sem var 11 brl. að stærð, hét alla tíð Knarrarnes. Hann var upphaflega GK 157 og smíðaður fyrir Indriða Kristinsson og Guðjón Indriðason í Hafnarfirði.

Haustið 1974 var báturinn seldur vestur í Bolungarvík þar sem hann varð ÍS 99. Eigandi Jakob Ragnarsson.

Um ári síðar var báturinn kominn aftur suður. Fékk GK 99 og heimahöfnin varð Vogar á Vatnsleysuströnd. Eigandi Helmuth Guðmundsson.

Vorið 1978 kaupa bátinn Grétar Árnason á Akureyri og Jakob Líndal Þingeyri bátinn sem verður EA 399 með heimahöfn á Akureyri.

Gunnlaugur Þorgilsson í Njarðvík kaupir Knarrarnesið í nóvember 1979 og einhverju síðar verður það KE 399.

Knarrarnes KE 399 fórst fórst með þremur mönnum út af Garðskaga 12. mars 1988.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s