
Þessi mynd var að öllum líkindum tekin vorið 1994 og vil ég meina að það hafi verið um páska.
Eins og sjá má var annar bragur við höfnina þá en nú og margir að gera út báta, stóra sem smáa.
Ef við byrjum að nefna þa sem eru við Þvergarðinn þá eru það Kolbeinsey ÞH 10 og utan á henni Björg Jónsdóttir II ÞH 320. Fyrir framan Aldey ÞH 110.
Fremst við Suðurgarðinn, sem þá var bara kallaður bryggjan, eru Björg Jónsdóttir ÞH 321, utan á henni Aron ÞH 105, Guðrún Björg ÞH 60 og Kristey ÞH 25.
Því næst Júlíus Havsteen ÞH 1 og fyrir ofan hann Kristbjörg ÞH 44 og Geiri Péturs ÞH 344.
Við trébryggjuna eru Fram ÞH 62 sem er undir fremri kranannum og ofan við hann Sóley ÞH 349, Eyrún ÞH 268 og Gunni Mara ÞH 8, minnir mig. Fyrir framan Sóley er Árni ÞH 127.
Næst bryggjunni ofan við Árna er Bára ÞH 7 og utan á henni Alda ÞH 230 og Nafni ÞH 32.
Neðst í horninu glittir í Bjarka ÞH 271. Þá er eftir báturinn sem er út á höfninni og minnir mig að þetta sé Gissur ÞH 98.
Það er nú svo.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution