Ólafur Jónsson GK 404

1471. Ólafur Jónsson GK 404. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Ólafur Jónsson GK 404 frá Sandgeri er hér á toginu um árið en myndina tók ég um borð í Geira Péturs ÞH 344. Sennilega árið 1988.

Um komu ólafs Jónssonar GK 404 til landsins sagði m.a svo frá í 6 tbl. Ægis 1977:

13. janúar sl. bættist nýr skuttogari í flota landsmanna, m/s Ólafur Jónsson GK 404. Skuttogari þessi er byggður í Gdynia í Póllandi hjá skipasmíðastöðinni Stocznia im.Komuny Paryskiey, nýsmíði
B 402/1.

Ólafur Jónsson GK er fyrsti skuttogarinn í raðsmíði þriggja skuttogara af sömu gerð fyrir Íslendinga. Áður hefur umrædd stöð byggt sjö skuttogara fyrir íslendinga, fyrst tvo skuttogara sem afhentir voru árið 1972, síðan fimm eftir sömu teikningu, þó með breytingum á fyrirkomulagi og vélabúnaði, sem afhentir voru árið 1974.

Ólafur Jónsson GK er í eigu fyrirtækjanna Keflavíkur h.f. í Keflavík og Miðness h.f. Sandgerði. Skipstjóri á Ólafi Jónssyni GK er Kristinn Jónsson og 1. vélstjóri Halldór Pálmarsson. Framkvæmdastjóri útgerðarinnar er Ólafur B. Ólafsson.

Ólafur Jónsson GK 404 var 52,05 metrar að lengd, 10,76 metrar á breidd og mældist 488 brl. að stærð. Hann var búinn 2200 hestafla Sulzer aðalvél.

Togarinn fór í umfangsmiklar breytingar í Póllandi sem hófust í júní árið 1989 og kom skipið úr þeim síðla vetrar 1990.

Í 11. tbl. Faxa sagði m.a:

Helstu breytingar fólust í því að skipið var lengt um 10 metra. Brúin var hækkuð um eina hæð, byggður var hvalbakur á skipið, skipt um dekkkrana og togvindur teknar upp.

Þá var skipt um togvindumótora og lestin útbúin fyrir kör auk þess sem lest var smíðuð á milliþilfari. Skipt var um innréttingar að miklum hluta og öll aðstaða áhafnar endurbætt stórlega.

Þá var gerð endurnýjun á tækjakosti í brú skipsins, m.a. settur nýr radar og fleira. Eftir breytingarnar er skipið nú 718 tonn en var áður 488.

Ólafur Jónsson GK 404 var gerður að frystitogara árið 1995. Um áramótin 1997-1998 voru fyrirtækin Miðnes og Haraldur Böðvarsson & co sameinuð og árið 1998 var Ólafur Jónsson GK 404 seldur til Rússlands. Þar fékk hann nafnið Viking.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s