Vöttur SU 3

1125. Vöttur SU 3 ex Kristján Guðmundsson ÍS 177. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Á þessum myndum sést Eskifjarðarbáturinn Vöttur SU 3 koma að landi í Grindavík um árið.

Báturinn var smíðaður hjá Einar S. Nielsen Mek. Verksted A/S í Harstad í Noregi og afhentur á árinu 1968. Upphaflega bar nafnið Palomar T-22-SA en árið 1970 keypti Útgerðarfélagið Óðinn h/f á Suðureyri við Súgandafirði bátinn til Íslands.

Hann fékk nafnið Kristján Guðmundsson ÍS 177 sem hann bar til ársins 1980 en þá var hann seldur austur á Eskifjörð. Kaupandinn var Þór s/f sem nefndi bátinn Vött SU 3.

Árið 1987 var Vöttur SU 3 seldur útgerðarfyrirtækinu Eldey h/f á Suðurnesjum og fékk hann það nafn sem hann ber á myndinni, Eldeyjar Hjalti GK 42.

Eldeyjar Hjalti GK 42, sem var 170 brl. að stærð, átti síðar eftir að heita, Bergvík KE 65, Melavík SF 34 og að lokum Gerður ÞH 110. 

Báturinn stóð lengi undir vegg við Skipasmíðastöð Njarðvíkur en fór í pottinn til Belgíu árið 2013.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s