
Ekki svo langt síðan Viðey RE 6 birtist hér á síðunni í Grandalitunum en hér er hún í litum Hraðfrystistöðvarinnar í Reykjavík.
Viðey sem áður hét Hrönn RE 10 var eitt fimm systurskipa sem smíðuð voru fyrir Íslendinga í Gdynia í Póllandi árið 1974. Eigandi Hrönn hf. í Reykjavík.
Árið 1979 fékk skipið nafnið Viðey RE 6, þá komið alfarið í eigu Hraðfrystistöðvar Reykjavíkur. Skipið var lengt árið 1982 og mældist þá 865 brl. að stærð. Hraðfrystistöðin í Reykjavík sameinaðist Granda hf. árið 1990.
Vorið 1998 fékk Viðey RE 6 nafnið Sjól HF 1 og var það síðasta nafn þessa skips á Íslenskri skipaskrá en það var komið í núllflokk hjá Fiskistofu árið 2002. Eigandi Hafnarfell hf.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution