Viðey RE 6

1365. Viðey RE 6 ex Hrönn RE 10. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Togarinn Viðey RE 6 lætur hér úr höfn í Reykjavík um árið en upphaflega hét togarinn Hrönn RE 10.

Hrönn RE 10 var eitt fimm systurskipa sem smíðuð voru fyrir Íslendinga í Gdynia í Póllandi árið 1974. Eigandi Hrönn hf. í Reykjavík. Árið 1979 fékk skipið nafnið Viðey RE 6, þá komið alfarið í eigu Hraðfrystistöðvar Reykjavíkur.

Á myndinni er Viðey, sem var lengd árið 1982 og mældist þá 865 brl. að stærð, komin í Grandalitina en Hraðfrystistöðin í Reykjavík sameinaðist Granda hf. árið 1990.

Vorið 1998 fékk Viðey RE 6 nafnið Sjól HF 1 og var það síðasta nafn þessa skips á Íslenskri skipaskrá en það var komið í núllflokk hjá Fiskistofu árið 2002. Eigandi Hafnarfell hf.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s