Tveir fyrrum Vísisbátar í Reykjavíkurhöfn

972. Kristín GK 457 – 1030. Klettur GK 3. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Þessir tveir fyrrum Vísisbátar liggja nú í Reykjavík og bíða verkefna en Kristín GK 457 var seld á dögunum.

Um Pál Jónsson GK 7 hefur verið fjallað en hann fékk nafnið Klettur GK 3 og er í eigu Skipaþjónustu Íslands ehf. í Reykjavík.

Kristín hét upphaflega Þorsteinn RE 303 og var smíðuð í Boizenburg í Þýska alþýðulýðveldinu árið 1965.

Páll Jónsson GK 7 var smíðaður í Hollandi 1967 og hét upphaflega Örfirisey RE 14.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.