Skinney SF 20 kom til Grindavíkur í dag

2732. Skinney SF 20. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Skinney SF 20 kom til löndunar í Grindavík í dag en hún er á humarveiðum sem ganga tregla nú sem síðustu ár.

Skinney, var líkt og systurskipið Þórir SF 77,  smíðuð hjá Ching Fu Shipbuilding co.,LTD skipasmíðastöðinni í Taiwan árið 2008 fyrir Skinney-Þinganes hf. á Höfn í Hornafirði.

Þau komu til landsins vorið 2019 eftir umfansmiklar breytingar í Póllandi sem m.a fólust í um 10 metra lengingu.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sibba BA 65

2584. Sibba BA 65 ex Aðalheiður BA 319. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Strandveiðibáturinn Sibba BA 65, sem á þessu myndum sést koma til hafnar á Patreksfirði á dögunum, hét upphaflega Blær NK 3.

Blær var smíðaður hjá Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 2004 og er af gerðinni Sómi 695.

Báturinn var seldur vestur í Stykkishólm í lok árs 2005 þar sem hann fékk nafnið Hanna SH 28. Seint á árinu 2010 var báturinn seldur til Ólafsvíkur þar sem hann fékk nafnið Aðalheiður SH 319.

Það var svo í vor sem báturinn fékk núverandi nafn en hafði verið skráður sem Aðalheiður BA 65 um nokkurra mánaða skeið.

Það er Helgi Rúnar Auðunsson sem á og gerir Sibbu út en heimahöfn hennar er Patreksfjörður.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

35 ár á milli mynda

Það eru 35 ár á milli þessara mynda af sama bátnum ef minni ljósmyndara svíkur ekki.

Sú tv. tekin haustið 1985 af Skírni AK 16 en hin í fyrradag þegar Erling KE 140 kom til hafnar á Húsavík.

 Báturinn var smíðaður í Noregi 1964 og hét upphaflega Akurey RE 6. Síðar Skírnir AK 16, Barðinn GK 375, GK 187 og GK 12, Júlli Dan GK 197, ÞH 364 og ÍS 19. Óli á Stað GK 4 og loks Erling KE 140.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Haki tók á móti Dettifossi

2686. Haki. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Dráttarbátur Faxaflóahafna, Haki, lék stórt hlutverk þegar komu nýs Dettifoss var fagnað í vikunni.

Hann sigldi heiðurssiglingu á undan hinu nýja skipi og myndaði stóran og fallegan vatnsboga með slökkvibyssum sínum.

Haki var smíðaður 2006 hjá Damen Shipyard Group í Hollandi og er 22,6 metrar að lengd og 8,4 metra breiður.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution