
Sindri BA 24, sem á þessum myndum sést koma til hafnar á Patreksfirði fyrir skömmu, var smíðaður hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 1995.
Báturinn, sem er af gerðinni Skel 86, hét upphaflega Bergur Pálsson ÞH 376 og var með heimahöfn á Raufarhöfn. Báturinn fékk nafnið Kolbeinn Hugi árið 1999 en var áfram ÞH 376.
Á síðari hluta ársins 2007 var báturinn keyptur til Patreksfjarðar þar sem hann fékk núverandi nafn, Sindri BA 24. Eigandi og útgerðarmaður Búi Bjarnason.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution