Kap kom með makríl til Eyja

1742. Kap VE 4 ex Faxi RE 9. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2020.

Kap VE 4 kom með 250 tonn af makríl til Vestmannaeyja í morgun og tók Hólmgeir Austfjörð þessar myndir þá.

Eins og margir vita hér skipið upphaflega Jón Finnsson RE 506 og hér má fræðast meira um það.

Annars látum við myndirnar tala sínu máli.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Njörður BA 114

2432. Njörður BA 114. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Njörður BA 114 kemur hér að landi á Tálknafirði í vikunni en hann rær til handfæraveiða um þessar mundir.

Trefjar í Hafnarfirði smíðuðu bátinn, sem upphaflega er af gerðinni Cleopatra 28, fyrir Njörð ehf. á Tálknafirði og afhentu árið 2000. Eins og sjá má hefur verið byggt yfir flotkassann sem lengir dekkið á bátnum talsvert og gefur mun betra vinnupláss. 

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution