Græðir BA 29

2151. Græðir BA 29 ex Kristín Hálfdánar ÍS 492. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Græðir BA 29 sem hér kemur að landi á Patreksfirði fyrir skömmu er gerður út til strandveiða og heimahöfnin Patreksfjörður.

Báturinn var smíðaður hjá Bátasmiðjunni Mótun árið 1991 og hét upphaflega Örn ST 76 með heimahöfn á Hólmavík.

Árið 1995 var báturinn kominn til Grímseyjar þar sem hann var í rúman áratug undir nafninu Jónína. Fyrst og lengst af EA 185 en síðustu tvö árin EA 190.

Árið 2006 er báturinn seldur vestur á firði þar sem hann fékk nafnið Ísbjörg ÍS 69 og heimahöfnin Súðavík. Sumarið 2013 fær hann nafnið Kristín Hálfdánar ÍS 492 en um haustið er hann seldur til Patreksfjarðar þar sem hann fékk núverandi nafn, Græðir BA 29. Eigandi Þóroddur Gissurarson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution