Erling KE 140 kom til Húsavíkur í dag

233. Erling KE 140 ex Óli á Stað GK 4. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Netabáturinn Erling KE 140 hefur landað á Húsavík að undanförnu eins og lesendur síðunnar hafa eflaust tekið eftir.

Þegar það er ekki mikið um báta til að mynda vill það brenna við að maður myndar mikið sama bátinn og nú er komið nokkuð safn mynda af Erling.

Erling, sem veiðir grálúðu í net, kom til hafnar eftir hádegi í dag og voru þessar myndir teknar þá.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Heiðrún EA 28

72. Heiðrún EA 28 ex Grótta AK 101. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Þessi mynd af Heiðrúnu EA 28 frá Árskógssandi var tekin á Vopnafirði um árið þegar síldveiðar voru stundaðar inn á fjörðum Austanlands.

Báturinn hét upphaflega Grótta RE 128 og var byggður í Harstad í Noregi 1963. Þá mældist hann 184 brl. að stærð. Upphaflegur eigandi bátsins var Gísli Þorsteinsson Reykjavík en árið 1971 keypti Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan hf. á Akranesi hann. Hann hélt Gróttunafninu en fékk einkennisstafina AK 101.

Hafbjörg hf. á Akranesi eignaðist Gróttu árið 1973 og gerði út allt til ársins 1984. Þá kaupir Gylfi Baldvinsson bátinn sem fékk nafnið Heiðrún EA 28.

Árið 1987 var Heiðrún í breytingum í Vestnes í Noregi þar sem m.a var byggt yfir bátinn og skipt um brú. Við geymum mynd af henni eftir breytingarnar til síðari tíma en báturinn var seldur úr landi árið 2008. Þá hét hann Kristinn Lárusson GK 500.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution