Byr NS 192

992. Byr NS 192 ex Fiskines GK 264. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Byr NS 192 hét upphaflega Benedikt Sæmundsson GK 28 og var smíðaður í Bátalóni hf. í Hafnarfirði árið 1965.

 Í Alþýðublaðinu birtist eftirfarandi frétt þann 27. október 1965:

Í gær var hleypt af stokkunum nýjum báti hjá skipasmíðastöðinni Bátalón í Hafnarfirði. Báturinn, sem hlaut nafnið Benedikt Sæmundsson, er 35 lestir að stærð og er stærsti báturinn, sem Bátalón hefur smíðað.

Þorbergur Ólafsson framkvæmdastjóri Bátalóns skýrði blaðinu svo frá í gær, að tvö ár væru liðin síðan smíði bátsins hófst,  en verkið hefur að nokkru leyti verið ígripavinna, þegar önnur verkefni hafa ekki legið fyrir, og auk þess hefur rekstrarfjárskortur tafið smíðina nokkuð.

Þetta er stærsti báturinn sem Bátalón hefur smíðað, en hann er sem fyrr segir rúmlega 35 lestir að stærð. Smíðanúmer bátsins er 345, og er þá talið frá einum. 

Benedikt Sæmundsson GK 28 er eign hlutafélagsins BEN h.f. í Garðinum, og skipstjóri á honum verður Sveinn R. Björnsson. 

Í bátnum er 205 hestafla Scania Vabis vél, radar af gerðinni Kelvin Hughes, Simrad dýptarmælir og miðunarstöð af gerðinni Autozonia. 

Njáll Benediktsson, einn af eigendum bátsins gaf honum nafn, en allmargt manna var viðstatt er báturinn hljóp af stokkunum. 

Báturinn er smíðaður samkvæmt teikningu Egils Þorfinnssonar skipasmíðameistara. 

Báturinn var seldur til Húsavíkur 1969 þar sem hann fékk nafnið Svanur ÞH 100. Árið 1977 kom til eigendaskipta á bátnum Útgerðarfélagið Vísir hf. seldi Guðmundi A. Hólmgeirssyni Svaninn sem fékk nafnið Aron ÞH 105.

Frá Húsavík fór báturinn suður í Garð þar sem hann fékk nafnið Fiskines GK 264. Seldur í Hafnarfjörð 1981 og til Bakkafjarðar 1984 þar sem hann verður Byr NS, seldur til Ólafsfjarðar 1985 og verður ÓF 58.

Seldur 1987 til Bolungarvíkur og verður Jakob Valgeir ÍS 84. 1994 verður hann Máni ÍS 54, HF 54 og aftur ÍS 54 áður en hann fær núverandi nafn sem er Jón Forseti ÍS 108. ÓF 4 um tíma og aftur ÍS, þá 85.

Að lokum fékk báturinn einkennisstafina RE 300 en hann hefur legið í Reykjavíkurhöfn um árabil og er ekki á skipaskrá.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Ferskur og Skarpur

6629. Ferskur BA 103 ex Stormur BA 198. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Sómabátarnir Ferskur BA 103 og Skarpur BA 373 róa til strandveiða frá Tálknafirði sem er þeirra heimahöfn og voru myndirnar teknar fyrr í mánuðinum.

Ferskur BA 103 var smíðaður í Bátasmiðju Guðmundar árið 1985 og hét upphaflega Inga HF 200 en hefur borið þó nokkur nöfn síðan.

Þau eru Inga SF 15, Kópur HU 25, Arnar HF 190, Ásborg RE 15, Ásborg SH 230, svo aftur Ásborg RE 15, því næst Stormur SH 308, Stormur HF 308 og Stormur BA 198.

Núverandi nafn fékk báturinn árið 2018 en það er Þórhallur Helgi Óskarsson sem á Fersk og gerir út.

Skarpur BA 373 hét upphaflega Inga KÓ 28 og var smíðaður í Bátasmiðju Guðmundar árið 1986. Ári síðar var báturinn kominn til Þórshafnar þar sem hann fékk nafnið Helgi ÞH 276. Árið 1990 fékk báturinn nafnið Skarpur RE 80 og heimahöfn Reykjavíkk en frá árinu 1998 hefur hann verið á Tálknafirði undir núverandi nafni.

Eigandi og útgerðarmaður í dag er Einir Steinn Björnsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Danavik kom með sement til Helguvíkur

IMO 8221363. Danavik ex Klc Banshee. Ljósmynd KEÓ 2020.

Flutningaskipið Danavik kom fulllestað sementi til Helguvíkur í gærkveldi og tók Karl Einar Óskarsson hafnarvörður þessa mynd þá.

Akkúrat mánuður er síðan myndir af skipinu birtust á síðunni og þá var skrifað: Danavik, sem siglir undir fána Marshalleyja, var smíða árið 1983. Það er 104 metrar að lengd og 16 metra breitt. Mælist 3,625 brúttótonn að stærð og er með heimahöfn í Majuro.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.