Svanur BA 54

7437. Svanur BA 54 ex Orri Thor GK 180. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Svanur BA 54 er gerður út af Skálabergi ehf. á Patreksfirði og hefur verið svo síðan árið 2000 en þá var báturinn keyptur vestur.

Báturinn var smíðaður í Bátagerðinni Samtak hf í Hafnarfirði árið 1995 og hét í fyrstu Orri Thor HF 180. Haustið 1998 er báturinn kominn til Grindavíkur þar sem Stakkavík gerði hann út undir sama nafni um tveggja ára skeið en sem GK 180.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution