Örkin á siglingu

1420. Örkin ex Keilir SI 145. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Örkin fór í stutta reynslusiglingu síðdegis í dag og var ekki annað að heyra þegar í land var komið að allt hafi virkað vel.

Örkin, sem hét áður Keilir SI 145, er í eigu Gunnars Júlíussonar á Siglufirði og var smíðuð í Skipavík í Stykkishólmi 1975. Unnið hefur verið að því undanfarin misseri að breyta bátnum í skemmtibát og sér nú fyrir endan á því verkefni.

Báturinn hét upphaflega Kristbjörg ÞH 44 og smíðuð fyrir útgerðarfélagið Korra h/f á Húsavík.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Patrekur BA 64

1399. Patrekur BA 64 ex Haukaberg SH 20. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Patrekur BA 64 liggur hér við bryggju í Patrekshöfn á dögunum en það er Oddi hf. sem á og gerir bátinn út til línuveiða.

Patrekur BA 64 hét upphaflega Haukaberg SH 20 og var smíðaður í skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts á Akranesi. Báturinn var smíðaður fyrir Hjálmar Gunnarsson útgerðarmann í Grundarfirði og kom hann til heimahafnar í fyrsta skipti haustið 1974.

Þegar báturinn var seldur frá Grundarfirði árið 2015 hafði hann verið yfirbyggður, skutlengdur og komin á hann ný brú.

Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði (LVF) keypti hlutafélagið Hjálmar í Grundarfirði sumarið 2015, en félagið var eigandi Haukabergs ásamt 400 tonna veiðiheimildum.

Í nóvember það ár seldi LVF Haukabergið til Odda á Patreksfirði án veiðiheimilda sem fékk nafnið Patrekur BA 64.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution