Afi Toni EA 127

5493. Afi Toni EA 127 ex Árni ÞH 127. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Afi Toni greip auga mitt í gærkveldi þegar leiðin lá um Sandgerðisbótina á Akureyri.

Þarna er kominn fyrrum Árni ÞH 127 sem Bragi Sigurðsson gerði út í árafjöld frá Húsavík.

Um Árna hef ég skrifað í færslu frá ársbyrjun 2019:

Árni ÞH 127 var smíðaður úr furu og eik af Svavari Þorsteinssyni skipasmið á Akureyri árið 1961. 

Samkvæmt vef Árna Björns á Akureyri hét báturinn upphaflega Hafræna EA 42. Því næst Bára ÞH 117 og að lokum Árni ÞH 127. Var reyndar skráður ÞH 227 um tíma.

Bragi Sigurðsson eigandi og útgerðarmaður Árna ÞH 127 seldi bátinn til Akureyrar í haust en hann hafði legið í Húsavíkurhöfn um hríð.

Eigandi bátsins samkvæmt skipaskrá er Guðmundur Jónsson.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Norma Mary H110

IMO 8704808. Norma Mary H110 ex Fríðborg FD 242. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Norma Mary, skip Onw­ard Fis­hing Comp­any dótt­ur­fé­lags Sam­herja í Bretlandi, kom til löndunar á Akureyri í gærkveldi.

Norma Mary var smíðuð 1989 og hefur áður borið nöfnin Ocean Castle, Napoleon og Fríðborg áður en hún fékk núverandi nafn árið 2010.

Norma Mary var lengd 2011 og er nú 73,4 metrar að lengd. Breiddin er 13 metrar og hún mælist 2342 GT að stærð.

Norma Mary er með heimahöfn í Hull.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution