
Flutningaskipið Wilson Thames kom til Húsavíkur í gærkveldi og lagðist að Bökugarðinum þar sem verið er að skipa farminum upp.
Wilson Thames, sem kom hingað frá Sandnes í Noregi, er 90 metra langt, 12 metra breitt og mælist 1,846 brúttótonn að stærð. Skipið var smíðað árið 200 og siglir undir fána Barbadoseyja, heimahöfnin Bridgetown.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.