Nýr Dettifoss kom til landsins í dag

IMO 9822853. Dettifoss. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2020.

Dettifoss, nýtt skip Eimskipafélags Íslands, kom til hafnar í Reykjavík í dag og tók Jón Steinar meðfylgjandi myndir við það tækifæri.

Dettifoss, sem er stærsta gámaskip í sögu íslenska kaupskipaflotans, var smíðað í Kína og tók heimsiglingin 68 daga með viðkomu í Singapúr, Sri Lanka, Suez, Rússlandi og loks Danmörku, þar sem skipið var formlega tekið inn í siglingaáætlun Eimskips.

Dettifoss er með heimahöfn í Þórshöfn en líkt og önnur skip Eimskipa siglir hann undir færeysku flaggi.

Skipið er 2150 gámaeininga skip , 180 metra langt og 31 metra breitt.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Lóa KÓ 177

2368. Lóa KÓ 177 ex Stína SU 9. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Lóa KÓ 177 hét uphaflega Knörr AK 805 en hún var smíðuð árið 1999 í Bátasmiðjunni Knörr á Akranesi.

Lóa KÓ 177 er 7,70 BT að stærð og er þessa dagana gerð út til strandveiða frá Patreksfirði þar sem meðfylgjandi myndir voru teknar í síðustu viku.

Árið 2000 fékk báturinn nafnið Jórunn ÍS 140 sem hann bar til ársins 2003 er hannn var nefndur Örninn GK 203.

Síðan hefur hann borið nöfnin Guðdís KE 9, Garpur HU 17, Garpur SH 279, Sævar SF 272 og Stína SU 9.

Í ársbyrjun 2016 fékk hann núverandi nafn og heimahöfnin Kópavogur en það er Vinur ehf. sem á og gerir bátinn út.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ný Cleoptara 42 til Álasunds

M/S Tare. Ljósmynd Trefjar 2020.

Stein Magne Hoff útgerðarmaður frá Ålesund í Noregi fékk nú á dögunum afhentan nýjan bát frá Bátasmiðjunni Trefjum ehf. í Hafnarfirði.

Báturinn, sem er af gerðinnni Cleopatra 42, fékk nafnið M/S Tare og er Stein Magne skipstjóri á bátnum en tveir verða í áhöfn. Báturinn er kominn til Noregs.

Báturinn er 12.5 metrar á lengd og mælist 18 brúttótonn og eru aðalvélar hans tvær af gerðinni Yanmar 6LYA2-STP, 440hk/ 3300omr tengdar ZF 286IV gírum.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Furuno og Olex. Lífbátur og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking. Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúf sem tengdar er sjálfstýringu bátsins.

M/S Tare er útbúinn til línuveiða en hann verður einnig notaður til sjótangveiði og kennslu í Sjómannaskóla.

Rými er fyrir 19 stk. 380 lítra kör í lest. Stór borðsalur og fullbúin eldunaraðstaða er í brúnni. Svefnpláss er fyri þrjá í lúkar. Salerni með sturtu er í bátnum.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Arnarnes

2979. Arnarnes. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Arnarnes, einn af bátum Arctic Fish, kemur hér að bryggju á Tálknafirði í fyrri viku en hann er með heimahöfn á Patreksfirði.

Báturinn var smíðaður í Moen Marin Service As í Noregi árið 2018 en kom til heimahafnar vorið 2019.

Arnarnes sem þjónustar sjókvíaeldi Arctik Fish, er vel útbúinn til þeirra verka. Báturinn er tvíbytna, 13,45 metrar að lengd, 7,5 metra breiður og mælist 42 BT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Ea & Emmy

Ea N-10-SO og Emmy N-111-Ø í Hafnarfjarðarhöfn. Ljósmynd Magnús Jónsson 2020.

Maggi Jóns tók þessa mynd í Hafnarfirði um helgina en á henni eru tvær Cleopötrur 31 sem Trefja smíðuðu fyrir útgerðir i Noregi.

Ea sem liggur nær bryggjunni fer til Sortland en Emmy á heimahöfn í Alsvåg.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.