72 – Myndasyrpa

72. Heiðrún EA 28 ex Grótta AK 101. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Heiðrún EA 28 var yfirbyggð og skipt um brú á henni í Aas Mek. Verksted AS í Vestnes í Noregi sumarið 1987.

Eins og áður hefur komið fram keypti Gylfi Baldvinsson bátinn frá Akranesi árið 1984 en þar hét hann Grótta AK 101.

Söltunarfélag Dalvíkur keypti Heiðrúnu EA 28 síðla sumars 1990 og síðan um haustið var hún seld til Patreksfjarðar. Þar fékk hún nafnið Guðrún Hlín BA 122. Eigandi Háanes ehf. á Patreksfirði.

Vorið 1998 kaupir Háanes ehf. rækjufrystitogarann Hrafnseyri ÍS 10 frá Bolungarvík og fær hann nafnið Guðrún Hlín BA 122. Báturinn sem hér um ræði fór í hina áttina og fékk nafnið Hrafsneyri ÍS 10. Eigandi Þorbjörn hf. í Grindavík.

Í ágústmánuði árið 1999 var Hrafnseyrin orðin GK 411 og í aprílmánuði 2001 fékk báturinn nafnið Kristinn Lárusson GK 500. Eyrarsund ehf. hafði keypt bátinn nokkru áður og heimahöfn hans Sandgerði.

Kristinn Lárusson GK 500 var seldur til Noregs árið 2008 og var þá Oddi hf. skráður eigandi hans.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kristborg SH 108

2441. Kristborg SH 108 ex Tindaröst BA 15. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Kristborg SH 108 hét upphaflega Tindaröst BA 15 og var smíðuð í Bátasmiðju Guðmundar árið 2000 fyrir Davíð Páll Bredesen á Patreksfirði.

Þar voru þessar myndir teknar á dögunum en Kristborg, sem er Sómi 870, er á strandveiðum.

Árið 2005 var Tindaröst seld til Stykkishólms þar sem báturinn fékk núverandi nafn, eigandi Nónvík ehf. þar í bæ.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution