Byr NS 192

992. Byr NS 192 ex Fiskines GK 264. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Byr NS 192 hét upphaflega Benedikt Sæmundsson GK 28 og var smíðaður í Bátalóni hf. í Hafnarfirði árið 1965.

 Í Alþýðublaðinu birtist eftirfarandi frétt þann 27. október 1965:

Í gær var hleypt af stokkunum nýjum báti hjá skipasmíðastöðinni Bátalón í Hafnarfirði. Báturinn, sem hlaut nafnið Benedikt Sæmundsson, er 35 lestir að stærð og er stærsti báturinn, sem Bátalón hefur smíðað.

Þorbergur Ólafsson framkvæmdastjóri Bátalóns skýrði blaðinu svo frá í gær, að tvö ár væru liðin síðan smíði bátsins hófst,  en verkið hefur að nokkru leyti verið ígripavinna, þegar önnur verkefni hafa ekki legið fyrir, og auk þess hefur rekstrarfjárskortur tafið smíðina nokkuð.

Þetta er stærsti báturinn sem Bátalón hefur smíðað, en hann er sem fyrr segir rúmlega 35 lestir að stærð. Smíðanúmer bátsins er 345, og er þá talið frá einum. 

Benedikt Sæmundsson GK 28 er eign hlutafélagsins BEN h.f. í Garðinum, og skipstjóri á honum verður Sveinn R. Björnsson. 

Í bátnum er 205 hestafla Scania Vabis vél, radar af gerðinni Kelvin Hughes, Simrad dýptarmælir og miðunarstöð af gerðinni Autozonia. 

Njáll Benediktsson, einn af eigendum bátsins gaf honum nafn, en allmargt manna var viðstatt er báturinn hljóp af stokkunum. 

Báturinn er smíðaður samkvæmt teikningu Egils Þorfinnssonar skipasmíðameistara. 

Báturinn var seldur til Húsavíkur 1969 þar sem hann fékk nafnið Svanur ÞH 100. Árið 1977 kom til eigendaskipta á bátnum Útgerðarfélagið Vísir hf. seldi Guðmundi A. Hólmgeirssyni Svaninn sem fékk nafnið Aron ÞH 105.

Frá Húsavík fór báturinn suður í Garð þar sem hann fékk nafnið Fiskines GK 264. Seldur í Hafnarfjörð 1981 og til Bakkafjarðar 1984 þar sem hann verður Byr NS, seldur til Ólafsfjarðar 1985 og verður ÓF 58.

Seldur 1987 til Bolungarvíkur og verður Jakob Valgeir ÍS 84. 1994 verður hann Máni ÍS 54, HF 54 og aftur ÍS 54 áður en hann fær núverandi nafn sem er Jón Forseti ÍS 108. ÓF 4 um tíma og aftur ÍS, þá 85.

Að lokum fékk báturinn einkennisstafina RE 300 en hann hefur legið í Reykjavíkurhöfn um árabil og er ekki á skipaskrá.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s