Ferskur og Skarpur

6629. Ferskur BA 103 ex Stormur BA 198. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Sómabátarnir Ferskur BA 103 og Skarpur BA 373 róa til strandveiða frá Tálknafirði sem er þeirra heimahöfn og voru myndirnar teknar fyrr í mánuðinum.

Ferskur BA 103 var smíðaður í Bátasmiðju Guðmundar árið 1985 og hét upphaflega Inga HF 200 en hefur borið þó nokkur nöfn síðan.

Þau eru Inga SF 15, Kópur HU 25, Arnar HF 190, Ásborg RE 15, Ásborg SH 230, svo aftur Ásborg RE 15, því næst Stormur SH 308, Stormur HF 308 og Stormur BA 198.

Núverandi nafn fékk báturinn árið 2018 en það er Þórhallur Helgi Óskarsson sem á Fersk og gerir út.

Skarpur BA 373 hét upphaflega Inga KÓ 28 og var smíðaður í Bátasmiðju Guðmundar árið 1986. Ári síðar var báturinn kominn til Þórshafnar þar sem hann fékk nafnið Helgi ÞH 276. Árið 1990 fékk báturinn nafnið Skarpur RE 80 og heimahöfn Reykjavíkk en frá árinu 1998 hefur hann verið á Tálknafirði undir núverandi nafni.

Eigandi og útgerðarmaður í dag er Einir Steinn Björnsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s