Sæljómi BA 59

2050. Sæljómi BA 59 ex Sæljómi GK 150. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Sæljómi BA 59 kemur hér til hafnar á Patreksfirði í vikunni en báturinn er gerður út af Látraröst ehf. á Patreksfirði.

Báturinn var smíðaður í Þrándheimi í Noregi árið 1989 fyrir Sæljóma hf. í Sandgerði. Hann bar fyrst nafnið Sæljómi II GK 155. Það breyttist síðan Sæljóma GK 150 nokkrum árum síðar.

Sæljóminn var lengdur árið 2002 og er í dag 12,45 metrar að lengd, 3,48 metrar á breidd og mælist 11,97 brl./15,3 BT að stærð.

Báturinn var seldur vestur á Patreksfjörð árið 2007 og einhverjum misserum síðar varð hann BA 59.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution