
Rússneski togarinn Korund var í Tromsø á dögunum og náði Eiríkur Sigurðsson þessari mynd af honum þá.
Korund var smíðaður árið 1988 og hét eitt sinn Topas T-23-H og hafði heimahöfn í Harstad þar sem hann var smíðaður.
Topas var seldur til Rússlands árið 2000 og hefur heitið nokkrum nöfnum en heitir eins og áður segir Korund í dag.
Korund, sem mælist 1,198 brúttótonn að stærð, er með heimahöfn í Murmansk.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution