
Fanney SK 83 lætur hér úr höfn á Húsavík vorið 2003 og kallinn í brúnni var Þórður Birgisson.
Báturinn hét upphaflega Jón Jónsson SH 187 frá Ólafsvík og var smíðaður í Skipasmíðastöð KEA á Akureyri 1959.
Hann var smíðaður fyrir Halldór Jónsson útgerðarmann í Ólafsvík, síðar Stakkholt hf., og var hann gerður út þaðan til ársins 1975.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution