Guðbjartur ÍS 16

1302. Guðbjartur ÍS 16. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Ísafjarðartogarinn Guðbjartur ÍS 16 liggur hér við slippkantinn á Akureyri og árið gæti verið 1984 eða svo.

Guðbjartur ÍS 16 var smíðaður í Flekkefjørd í Noregi fyrir Hraðfrystihúsið Norðurtanga hf. á Ísafirði. Var hann þriðja skipið sem smíðað var þar fyrir fyrirtækið.

Hin voru Víkingur III ÍS 280 sem hét upphaflega Guðbjartur Kristján 280, og Guðbjartur Kristján ÍS 20. Síðar Orri ÍS 20.

Guðbjartur ÍS 16 kom til heimahafnar á Ísafirði í marsmánuði 1973. Hann var einn þeirra skuttogara sem smíðaðir voru í Flekkefjørd fyrir Íslendinga eftir þessari teikningu Bárðar Hafsteinssonar.

Hinir voru Júlíus Geirmundsson ÍS 270, Bessi ÍS 410, Framnes ÍS 708, Björgvin EA 311, Guðbjörg ÍS 46 og Gyllir ÍS 261.

Guðbjartur ÍS 16 var alla tíð í eigu Hraðfrystihússins Norðurtanga hf. á Ísafirði en hann var seldur til Noregs í ársbyrjun 1996.

Í frétt Morgunblaðsins af sölu hans kom m.a fram að togarinn fiskaði alls um 88 þúsund tonn meðan hann var gerður út frá Íslandi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ein athugasemd á “Guðbjartur ÍS 16

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s