Aþena með rúm 80 tonn af grásleppu

2436. Aþena ÞH 505 ex Sigurvon ÞH 505. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Grásleppubáturinn Aþena ÞH 505 frá Húsavík lauk veiðum í gær eftir að hafa klárað sína 44 daga en kallarnir lögðu netin þann 19. mars síðastliðinn.

Þrátt fyrir rysjótt tíðarfar í byrjun var góður og stöðugur afli allan tímann og afraksturinn var 80.331 kg. af grásleppu sem verður að teljast ævintýranlegur afli. Amk. muna elstu menn ekki annað eins.

Ætla má að Aþena sé aflahæsti bátur landsins á grásleppuvertíðinni í ár.

Meðfylgjandi mynd var tekin í gær þegar Aþena kom til hafnar á Húsavík um miðjan daginn en þeir kappar fóru aftur út og kláruðu að taka upp netin.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s